BREYTA

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo hjartnæm og bera vott um slíka tryggð að við megum til að birta þau hér á Friðarvefnum um leið og við óskum Staksteinum langra lífdaga og að þeir megi skemmta okkur áfram. Þó má segja að um ofrausn sé að ræða þar eð samtökin eru í fullu fjöri og hafa því miður meira en nóg að gera. Rétt er að leiðrétta það að í nafni samtakanna er orðið herstöðvar í fleirtölu. Enn er ofgnótt herstöðva á vegum Bandaríkjanna víðsvegar um heim. Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga Hlutverki Samtaka herstöðvaandstæðinga er lokið. Því lauk í fyrradag. Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík. Þeir gengu í þágu kommúnismans, sem hrundi með Berlínarmúrnum. Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun. Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953. Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu. Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum. Þetta voru hugsjónir herstöðvaandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi. Þeir vildu koma Íslandi undir hæl kommúnismans. Minning Samtaka herstöðvaandstæðinga verður ekki í heiðri höfð. Bandaríska varnarliðið var á Íslandi í 55 ár. Það fór að eigin ósk.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …