BREYTA

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo hjartnæm og bera vott um slíka tryggð að við megum til að birta þau hér á Friðarvefnum um leið og við óskum Staksteinum langra lífdaga og að þeir megi skemmta okkur áfram. Þó má segja að um ofrausn sé að ræða þar eð samtökin eru í fullu fjöri og hafa því miður meira en nóg að gera. Rétt er að leiðrétta það að í nafni samtakanna er orðið herstöðvar í fleirtölu. Enn er ofgnótt herstöðva á vegum Bandaríkjanna víðsvegar um heim. Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga Hlutverki Samtaka herstöðvaandstæðinga er lokið. Því lauk í fyrradag. Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík. Þeir gengu í þágu kommúnismans, sem hrundi með Berlínarmúrnum. Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun. Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953. Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu. Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum. Þetta voru hugsjónir herstöðvaandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi. Þeir vildu koma Íslandi undir hæl kommúnismans. Minning Samtaka herstöðvaandstæðinga verður ekki í heiðri höfð. Bandaríska varnarliðið var á Íslandi í 55 ár. Það fór að eigin ósk.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …