BREYTA

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo hjartnæm og bera vott um slíka tryggð að við megum til að birta þau hér á Friðarvefnum um leið og við óskum Staksteinum langra lífdaga og að þeir megi skemmta okkur áfram. Þó má segja að um ofrausn sé að ræða þar eð samtökin eru í fullu fjöri og hafa því miður meira en nóg að gera. Rétt er að leiðrétta það að í nafni samtakanna er orðið herstöðvar í fleirtölu. Enn er ofgnótt herstöðva á vegum Bandaríkjanna víðsvegar um heim. Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga Hlutverki Samtaka herstöðvaandstæðinga er lokið. Því lauk í fyrradag. Það var markmið Samtaka herstöðvaandstæðinga að koma bandaríska varnarliðinu úr landi. Til þess að ná því marki gengu herstöðvaandstæðingar frá Keflavík. Þeir gengu í þágu kommúnismans, sem hrundi með Berlínarmúrnum. Þeir gengu í þágu Stalíns og eftirmanna hans en Stalín var einn helzti fjöldamorðingi 20. aldarinnar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem hnepptu aðrar þjóðir í þrælkun. Þeir gengu í þágu þeirra, sem myrtu verkamenn á götum úti í Berlín 17. júní 1953. Þeir gengu í þágu þeirra, sem sendu skriðdrekana inn í Búdapest til þess að drepa saklaust fólk á götunum þar. Þeir gengu í þágu þeirra, sem kæfðu Vorið í Prag í fæðingu. Þeir gengu í þágu þeirra, sem drápu 10 milljónir manna í Úkraínu með hungursneyð af manna völdum. Þetta voru hugsjónir herstöðvaandstæðinga. Svona þjóðfélag vildu þeir skapa á Íslandi. Þeir vildu koma Íslandi undir hæl kommúnismans. Minning Samtaka herstöðvaandstæðinga verður ekki í heiðri höfð. Bandaríska varnarliðið var á Íslandi í 55 ár. Það fór að eigin ósk.

Færslur

SHA_forsida_top

Að finna Mefistófeles

Að finna Mefistófeles

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA opin 11-14

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Blómin í ánni - Saga frá Hírósíma

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

SHA_forsida_top

Þorláksmessuganga undirbúin

Þorláksmessuganga undirbúin

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

SHA_forsida_top

Skiltamálun í Friðarhúsi

Skiltamálun í Friðarhúsi

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Elsta íslenska friðarhreyfingin

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA_forsida_top

Spurningakeppni friðarsinnans

Spurningakeppni friðarsinnans

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …