BREYTA

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn - og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir - ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku. Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist. Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð - það er að segja þau sem ekki voru brennd. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …