BREYTA

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn - og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir - ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku. Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist. Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð - það er að segja þau sem ekki voru brennd. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

About Us - Basic

About Us - Basic

How We Got Started Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Lorem quam, …

SHA_forsida_top

Amazing standard post

Amazing standard post

In varius varius justo, eget ultrices mauris rhoncus non. Morbi tristique, mauris eu imperdiet bibendum, …

SHA_forsida_top

Skömmin

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust …

SHA_forsida_top

Auctor consectetur ligula gravida

Auctor consectetur ligula gravida

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélags Friðarhússins á Njálsgötu 87, verður haldið sunnudaginn 17. mars kl. …

SHA_forsida_top

Ambrose Redmoon

Ambrose Redmoon

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður, 1. mars

Málsverður, 1. mars

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt …

SHA_forsida_top

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Á dögunum fjölgaði enn í hópi …

SHA_forsida_top

Ályktun um herflugsæfingar

Ályktun um herflugsæfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Tólf ár eru liðin frá …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna í dag, sunnudaginn 2. desember. Hana skipa: …

SHA_forsida_top

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt …