BREYTA

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart sem hafa verið virkir í andófi gegn herstöðvum, styrjöldum og heimsvaldastefnu undanfarna áratugi. Á árunum kringum og upp úr 1970 gerðu margir virkir herstöðvaandstæðingar, andófsmenn og róttækir vinstri menn - og þurftu kannski ekki að vera svo mjög róttækir - ráð fyrir að fylgst væri með þeim. Sumir töldu þetta þó bera vott um vænisýki eða jafnvel mont, það væri nú langur vegur frá einhverjum mótmælaaðgerðum gegn Víetnamstríðinu hér á Íslandi til frelsisbaráttu upp á líf og dauða í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eða herforingjaríkjum Rómönsku-Ameríku. Menn höfðu svo sem ekki mikið fyrir sér í því að fylgst væri með þeim, sumir þóttust stundum heyra dularfullt klikk í símanum þegar hringt var og oft var einhver frakkaklæddur maður að taka myndir þegar efnt var til mótmælaaðgerða. Það voru samt gerðar svolitlar tilraunir, menn hringdu sín á milli úr símum sem mátti ætla að væru hleraðir og töluðu um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir einhversstaðar, sem var bara uppspuni, og fylgdust síðan með hvort lögreglan birtist. Og það gerðist. Þannig er það, sem nú er að koma fram, staðfesting á því sem marga grunaði, en eigi að síður nokkur tíðindi og í sjálfu sér alvarlegt að hér hafi stjórnvöld rekið starfsemi á laun og utan við lög og reglur til að njósna um borgarana. Hitt er þó öllu alvarlegra hér og nú að þeim, sem fyrir þessum njósnum urðu, er meinað að fá skjalfestar upplýsingar um þær. Sú starfsemi, sem nú er verið að afhjúpa, fór aðallega fram á þeim tíma sem kommúnistagrýlan óð uppi og mikið var hneykslast á persónunjósnum í kommúnistaríkjunum. Að umfangi voru persónunjósnir hér kannski ekki verulegar miðað við það sem STASI var að gera í Austur-Þýskalandi, en það er dálítið kaldhæðnislegt að stjórnvöld á Íslandi skuli nú fara að dæmi þáverandi stjórnvalda í Austur-Þýskalandi þegar menn fara fram á að sjá skjöl sem þá varðar. Eftir fall kommúsistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi opnuðust skjalageymslur STASI. Kannski hér þurfi að steypa ríkisstjórninni til að skjöl íslensku leyniþjónustunnar verði opnuð - það er að segja þau sem ekki voru brennd. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …