BREYTA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu og öllum tilraunum til að kúga þjóðir með hervaldi. Þátttaka Íslendinga í hernaði, hverju nafni sem hann nefnist, má aldrei líðast. Jafnframt hafna samtökin aðild að hvers konar samtökum og bandalögum sem stofnuð eru til að leysa ágreiningsmál með beitingu hervalds. Sérstaklega viðsjárverð eru bandalög sem grundvallast á uppsetningu og notkun kjarnorkuvopna, eins og Atlantshafsbandalagið. Þess vegna er barátta gegn Atlantshafsbandalaginu eitt af grundvallarmarkmiðum Samtaka hernaðarandstæðinga. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér gegn öllu hernaðarsamstarfi við önnur ríki og ekki síst hernaðarsamstarfi við stórveldi sem eiga frumkvæði að vígbúnaðarkapphlaupi, uppsetningu, notkun og hópun um beitingu kjarnorkuvopna á eigin landi og í öðrum löndum. Samtök hernaðarandstæðinga leggja áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og tilraunum með gereyðingarvopn. Markmið okkar er alþjóðlegt bann á smíði, uppsetningu og beitingu slíkra vopna. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn alþjóðlegri vopnasölu og benda á hræðilegar afleiðingar sem hafa hlotist af vígbúnaði og beitingu vopna um allan heim. Einnig hefur alþjóðleg vopnasala þau áhrif að miklir fjármunir flytjast frá þróunarlöndum til fáeinna ríkra landa. Því berjast Samtök hernaðarandstæðinga fyrir alþjóðlegu banni á vopnasölu. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér fyrir uppsögn svo kallaðs „varnarsamnings“ við Bandaríkin og gerum lokun bandarískra herstöðva á Íslandi að meginkröfu. Vera hersins hér á landi felur í sér skerðingu á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stórveldi sem hikar ekki við að beita ofbeldi til lausnar alþjóðlegum deilum og virðir ekki alþjóðalög um stríðsrekstur er ekki geðfelldur bandamaður. Samtök hernaðarandstæðinga vara við áhrifum sem návist íslensks og erlends hers hefur á íslenskt samfélag, aukna vígvæðingu og vopnaburð, upphafning ofbeldis og ógnanir í garð almennra borgara. Við leggjumst gegn því að dýrmætum fjármunum skattgreiðenda, innlendra sem erlendra, sé varið til hernaðarstarfsemi. Samtök hernaðarandstæðinga vilja halda uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf og afla upplýsinga um efnahagslega og pólitíska hagsmuni sem tengjast hernaði. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn allri leynd og brotum á lýðræðislegri upplýsingaskyldu sem framin eru í nafni „öryggishagsmuna þjóðarinnar“. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að ákvarðanataka um öryggismál Íslendinga sé ávallt gagnsæ og mótist af lýðræðislegum meirihlutavilja, en þó þannig að friðarsjónarmið séu jafnan í öndvegi. Markmið samtakanna eru: * Að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. * Að berjast gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. * Að Ísland segi upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga. * Að Ísland segi upp hernaðarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi engar herstöðvar á Íslandi. * Að sameina alla sem vilja vinna að þessum markmiðum til baráttu fyrir þeim.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …