BREYTA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu og öllum tilraunum til að kúga þjóðir með hervaldi. Þátttaka Íslendinga í hernaði, hverju nafni sem hann nefnist, má aldrei líðast. Jafnframt hafna samtökin aðild að hvers konar samtökum og bandalögum sem stofnuð eru til að leysa ágreiningsmál með beitingu hervalds. Sérstaklega viðsjárverð eru bandalög sem grundvallast á uppsetningu og notkun kjarnorkuvopna, eins og Atlantshafsbandalagið. Þess vegna er barátta gegn Atlantshafsbandalaginu eitt af grundvallarmarkmiðum Samtaka hernaðarandstæðinga. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér gegn öllu hernaðarsamstarfi við önnur ríki og ekki síst hernaðarsamstarfi við stórveldi sem eiga frumkvæði að vígbúnaðarkapphlaupi, uppsetningu, notkun og hópun um beitingu kjarnorkuvopna á eigin landi og í öðrum löndum. Samtök hernaðarandstæðinga leggja áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og tilraunum með gereyðingarvopn. Markmið okkar er alþjóðlegt bann á smíði, uppsetningu og beitingu slíkra vopna. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn alþjóðlegri vopnasölu og benda á hræðilegar afleiðingar sem hafa hlotist af vígbúnaði og beitingu vopna um allan heim. Einnig hefur alþjóðleg vopnasala þau áhrif að miklir fjármunir flytjast frá þróunarlöndum til fáeinna ríkra landa. Því berjast Samtök hernaðarandstæðinga fyrir alþjóðlegu banni á vopnasölu. Samtök hernaðarandstæðinga beita sér fyrir uppsögn svo kallaðs „varnarsamnings“ við Bandaríkin og gerum lokun bandarískra herstöðva á Íslandi að meginkröfu. Vera hersins hér á landi felur í sér skerðingu á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stórveldi sem hikar ekki við að beita ofbeldi til lausnar alþjóðlegum deilum og virðir ekki alþjóðalög um stríðsrekstur er ekki geðfelldur bandamaður. Samtök hernaðarandstæðinga vara við áhrifum sem návist íslensks og erlends hers hefur á íslenskt samfélag, aukna vígvæðingu og vopnaburð, upphafning ofbeldis og ógnanir í garð almennra borgara. Við leggjumst gegn því að dýrmætum fjármunum skattgreiðenda, innlendra sem erlendra, sé varið til hernaðarstarfsemi. Samtök hernaðarandstæðinga vilja halda uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf og afla upplýsinga um efnahagslega og pólitíska hagsmuni sem tengjast hernaði. Samtök hernaðarandstæðinga berjast gegn allri leynd og brotum á lýðræðislegri upplýsingaskyldu sem framin eru í nafni „öryggishagsmuna þjóðarinnar“. Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að ákvarðanataka um öryggismál Íslendinga sé ávallt gagnsæ og mótist af lýðræðislegum meirihlutavilja, en þó þannig að friðarsjónarmið séu jafnan í öndvegi. Markmið samtakanna eru: * Að berjast gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í alþjóðlegu friðarstarfi. * Að berjast gegn stofnun íslensks hers og þátttöku Íslands í hernaðaraðgerðum og hernámi. * Að Ísland segi upp aðildinni að NATO og standi utan hernaðarbandalaga. * Að Ísland segi upp hernaðarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi engar herstöðvar á Íslandi. * Að sameina alla sem vilja vinna að þessum markmiðum til baráttu fyrir þeim.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …