BREYTA

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem er stödd í Ísrael - eða líklega Palestínu þegar þetta er skrifað, að nú sé að opnast glufa til samninga milli Ísraels og Palestínu og mikill vilji sé til þess að finna aðila sem geti haft milligöngu. Blaðið hefur eftir ráðherranum: „Ég hef heyrt í dag hjá fulltrúum þeirra sem sitja á ísraelska þinginu að þeir telja að Ísland geti haft hlutverki að gegna ef að við raunverulega viljum og setjum okkur inn í mál og sýnum áhuga. Og þá ekki síst vegna þess – sem er náttúrlega kannski dálítið merkilegt – að við stöndum utan við allar stórar valdablokkir.“ Já. Þetta er óneitanlega merkilegt, að við stöndum utan við allar stórar valdablokkir. Nú veit ég ekki hvort þetta er meining utanríkisráðherra Íslands eða hvort hún er bara að vitna til orða ísraelskra ráðamanna. En óneitanlega er Ísland aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO, hernaðarbandalagi ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku undir forystu Bandaríkjanna. Á árum kaldastríðins voru tvær meginvaldablokkir í heiminum sem kristölluðust í NATO og Varsjárbandalaginu. NATO hefur haldið áfram að vera valdablokk þótt hin blokkin hafi breyst og veikst. En það er til marks um að þessar blokkir eru enn til að milli Bandaríkjanna og NATO annars vegar og Rússlands hins vegar hefur verið vaxandi spenna á undanförnum misserum. Valdablokkin Bandaríkin/NATO hefur allt frá lokum kalda stríðsins verið í átökum við ríki sem ekki hafa viljað gangast undir forræði eða inn á hugmyndafræði hennar. NATO gerði innrás í Júgóslavíu árið 1999 og Bandaríkin réðust inn í Írak árið 1991 og aftur árið 2003 og inn í Afganistan árið 2001. NATO hefur verið með herlið og starfsemi bæði í Írak, Afganistan og Júgóslavíu. Vissulega voru mikilvæg NATO-ríki eins og Þýskaland og Frakkland andvíg innrásinni í Írak 2003 en Ísland studdi hana og tók sér þannig stöðu með valdbokkinni innan valdablokkarinnar, Bandaríkjunum og Bretlandi. NATO byggist á ákveðnum hugmyndafræðilegum grundvelli, hugmyndafræði sem hefur verið tekist á um og er enn tekist á um. Það er líka rétt að hafa í huga að NATO hefur á undanförnum árum verið að taka upp æ meiri samskipti við Ísrael (sjá nánar). Ísland er vissulega fámennasta ríkið í NATO og hefur þá sérstöðu að hafa engan her þótt bandarískar herstöðvar hafi verið hér til skamms tíma. Þessi sérstaða hefur skapað Íslandi meiri hlutleysis- og friðarímynd en við eigum skilið. Og það er kannski ekki óeðlilegt að ráðamenn í Ísrael kjósi að horfa framhjá því að hinn nýi bandamaður, NATO, sé valdablokk, eða að náið samband Íslands og helsta stuðningsríkis Ísraels, Bandaríkjanna, skipi Íslandi í einhverja valdablokk. Það er hins vegar ekki víst að allir í hinum arabíska heimi líti jafn létt framhjá því. Þar vita kannski sumir að Ísland og Ísrael eru í raun í sömu valdablokkinni. Það er því óskandi að utanríkisráðherra Íslands detti ekki ofan í einhverja óskhyggju um að Ísland geti verið í senn aðili að NATO og utan allra valdablokka. Ef Íslendingar segðu sig úr NATO og hættu hverskyns þátttöku í hernaðarbrölti, þá væri eðlilegt að litið yrði til þess að Ísland hefði hlutverki að gegna við lausn alþjóðlegra deilumála. Það væri óskandi að utanríkisráðherra Íslands sæi það ljós. Það er kannski borin von að slíkt skref verði stigð af stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að, en horfum til þess að önnur stjórn taki við og stigi skrefið. Ef núverandi utanríkisráðherra lætur ekki blekkja sig með fagurgala, þá gæti hún jafnvel verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn sem tæki slíkt heillaskref. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.