BREYTA

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem er stödd í Ísrael - eða líklega Palestínu þegar þetta er skrifað, að nú sé að opnast glufa til samninga milli Ísraels og Palestínu og mikill vilji sé til þess að finna aðila sem geti haft milligöngu. Blaðið hefur eftir ráðherranum: „Ég hef heyrt í dag hjá fulltrúum þeirra sem sitja á ísraelska þinginu að þeir telja að Ísland geti haft hlutverki að gegna ef að við raunverulega viljum og setjum okkur inn í mál og sýnum áhuga. Og þá ekki síst vegna þess – sem er náttúrlega kannski dálítið merkilegt – að við stöndum utan við allar stórar valdablokkir.“ Já. Þetta er óneitanlega merkilegt, að við stöndum utan við allar stórar valdablokkir. Nú veit ég ekki hvort þetta er meining utanríkisráðherra Íslands eða hvort hún er bara að vitna til orða ísraelskra ráðamanna. En óneitanlega er Ísland aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO, hernaðarbandalagi ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku undir forystu Bandaríkjanna. Á árum kaldastríðins voru tvær meginvaldablokkir í heiminum sem kristölluðust í NATO og Varsjárbandalaginu. NATO hefur haldið áfram að vera valdablokk þótt hin blokkin hafi breyst og veikst. En það er til marks um að þessar blokkir eru enn til að milli Bandaríkjanna og NATO annars vegar og Rússlands hins vegar hefur verið vaxandi spenna á undanförnum misserum. Valdablokkin Bandaríkin/NATO hefur allt frá lokum kalda stríðsins verið í átökum við ríki sem ekki hafa viljað gangast undir forræði eða inn á hugmyndafræði hennar. NATO gerði innrás í Júgóslavíu árið 1999 og Bandaríkin réðust inn í Írak árið 1991 og aftur árið 2003 og inn í Afganistan árið 2001. NATO hefur verið með herlið og starfsemi bæði í Írak, Afganistan og Júgóslavíu. Vissulega voru mikilvæg NATO-ríki eins og Þýskaland og Frakkland andvíg innrásinni í Írak 2003 en Ísland studdi hana og tók sér þannig stöðu með valdbokkinni innan valdablokkarinnar, Bandaríkjunum og Bretlandi. NATO byggist á ákveðnum hugmyndafræðilegum grundvelli, hugmyndafræði sem hefur verið tekist á um og er enn tekist á um. Það er líka rétt að hafa í huga að NATO hefur á undanförnum árum verið að taka upp æ meiri samskipti við Ísrael (sjá nánar). Ísland er vissulega fámennasta ríkið í NATO og hefur þá sérstöðu að hafa engan her þótt bandarískar herstöðvar hafi verið hér til skamms tíma. Þessi sérstaða hefur skapað Íslandi meiri hlutleysis- og friðarímynd en við eigum skilið. Og það er kannski ekki óeðlilegt að ráðamenn í Ísrael kjósi að horfa framhjá því að hinn nýi bandamaður, NATO, sé valdablokk, eða að náið samband Íslands og helsta stuðningsríkis Ísraels, Bandaríkjanna, skipi Íslandi í einhverja valdablokk. Það er hins vegar ekki víst að allir í hinum arabíska heimi líti jafn létt framhjá því. Þar vita kannski sumir að Ísland og Ísrael eru í raun í sömu valdablokkinni. Það er því óskandi að utanríkisráðherra Íslands detti ekki ofan í einhverja óskhyggju um að Ísland geti verið í senn aðili að NATO og utan allra valdablokka. Ef Íslendingar segðu sig úr NATO og hættu hverskyns þátttöku í hernaðarbrölti, þá væri eðlilegt að litið yrði til þess að Ísland hefði hlutverki að gegna við lausn alþjóðlegra deilumála. Það væri óskandi að utanríkisráðherra Íslands sæi það ljós. Það er kannski borin von að slíkt skref verði stigð af stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að, en horfum til þess að önnur stjórn taki við og stigi skrefið. Ef núverandi utanríkisráðherra lætur ekki blekkja sig með fagurgala, þá gæti hún jafnvel verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn sem tæki slíkt heillaskref. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.