BREYTA

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið að ýmsum smáúrbótum til að gera góða aðstöðu enn betri. Í samvinnu við aðra íbúa hússins hefur sömuleiðis verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir á lóð, sem vonandi munu styrkja starfsemina í framtíðinni. N.k. mánudagskvöld, 13. nóvember kl. 20, verður kvikmyndasýning í Friðarhúsi. Sýnd verður heimildarmyndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson. Um er að ræða útgáfu myndarinnar Íslenska sveitin sem gerð var fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Myndin fjallar um hið svokallaða friðargæslulið Íslands í Afganistan. Hlutar úr myndinni voru sýndir á landsráðstefnu SHA síðasta haust og vöktu þá mikla athygli. Myndin er nú sýnd í heild sinni. Hún er ótextuð. Miðvikudagskvöldið 15. nóvember stendur friðarhreyfingin MFÍK fyrir fundi í Friðarhúsi um ástandið í Vestur-Sahara. Fundurinn hefst kl. 20. Athygli er vakin á því að landsfundur SHA 2006 verður haldinn sunnudaginn 26. nóvember. Friðarsinnar eru hvattir til að taka daginn frá. Auk almennra aðalfundarstarfa verður fjallað um nafn samtakanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Dagfara, tímarit SHA. Það mun berast öllum félagsmönnum innan skamms ásamt nákvæmari dagskrá landsfundarins. Þeir sem ekki eru nú þegar félagar í SHA eru hvattir til að gerast það hið fyrsta, t.d. með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.