BREYTA

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið að ýmsum smáúrbótum til að gera góða aðstöðu enn betri. Í samvinnu við aðra íbúa hússins hefur sömuleiðis verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir á lóð, sem vonandi munu styrkja starfsemina í framtíðinni. N.k. mánudagskvöld, 13. nóvember kl. 20, verður kvikmyndasýning í Friðarhúsi. Sýnd verður heimildarmyndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson. Um er að ræða útgáfu myndarinnar Íslenska sveitin sem gerð var fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Myndin fjallar um hið svokallaða friðargæslulið Íslands í Afganistan. Hlutar úr myndinni voru sýndir á landsráðstefnu SHA síðasta haust og vöktu þá mikla athygli. Myndin er nú sýnd í heild sinni. Hún er ótextuð. Miðvikudagskvöldið 15. nóvember stendur friðarhreyfingin MFÍK fyrir fundi í Friðarhúsi um ástandið í Vestur-Sahara. Fundurinn hefst kl. 20. Athygli er vakin á því að landsfundur SHA 2006 verður haldinn sunnudaginn 26. nóvember. Friðarsinnar eru hvattir til að taka daginn frá. Auk almennra aðalfundarstarfa verður fjallað um nafn samtakanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Dagfara, tímarit SHA. Það mun berast öllum félagsmönnum innan skamms ásamt nákvæmari dagskrá landsfundarins. Þeir sem ekki eru nú þegar félagar í SHA eru hvattir til að gerast það hið fyrsta, t.d. með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …