BREYTA

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

0701 avaaz graphic Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak. Að þessari göngu standa ýmis stærstu friðarsamtök Bandaríkjanna, svo sem United for Peace and Justice og A.N.S.W.E.R. Í tengslum við þessar aðgerðir hafa samtök sem standa að vefsíðunni Avaaz.org skipulagt alþjóðlega undirskriftasöfnun þannig að þeir sem ekki komast í gönguna geta skrifað undir yfirlýsingu og nöfn þeirra verða sett á borða sem bornir verða í göngunni. Þannig gefst okkur tækifæri til að taka á táknrænan hátt þátt í göngunni. Yfirlýsingin er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: Áætlun Bush forseta um að herða enn frekar á stríðsrekstrinum í Írak nýtur ekki stuðnings írösku þjóðarinnar, alþjóðasamfélagsins, bandarísku þingnefndarinnar (Iraq Study Group, öðru nafni Baker-Hamilton nefndarinnar) né meginhluta bandarísku þjóðarinnar. Við skorum á bandaríska þingið að koma í veg fyrir enn frekari stríðsrekstur í Írak og krefjumst þess að leitað verði diplómatískra lausna og raunverulegra leiða til að binda endi á stríðið í Írak. Skrifið undir hér og skrifið undir strax! Gangan verður á laugardaginn! Guantanamo flotinn Förum saman til Guantánamo – og lokum fangabúðunum! Við viljum einnig vekja athygli á herferð Amnesty International gegn fangabúðunum í Guantánamo, sem felst í táknrænu ferðalagi til Guantánamo. Farið inn á þessa síðu og veljið ykkur farkost.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.