BREYTA

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

0701 avaaz graphic Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak. Að þessari göngu standa ýmis stærstu friðarsamtök Bandaríkjanna, svo sem United for Peace and Justice og A.N.S.W.E.R. Í tengslum við þessar aðgerðir hafa samtök sem standa að vefsíðunni Avaaz.org skipulagt alþjóðlega undirskriftasöfnun þannig að þeir sem ekki komast í gönguna geta skrifað undir yfirlýsingu og nöfn þeirra verða sett á borða sem bornir verða í göngunni. Þannig gefst okkur tækifæri til að taka á táknrænan hátt þátt í göngunni. Yfirlýsingin er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: Áætlun Bush forseta um að herða enn frekar á stríðsrekstrinum í Írak nýtur ekki stuðnings írösku þjóðarinnar, alþjóðasamfélagsins, bandarísku þingnefndarinnar (Iraq Study Group, öðru nafni Baker-Hamilton nefndarinnar) né meginhluta bandarísku þjóðarinnar. Við skorum á bandaríska þingið að koma í veg fyrir enn frekari stríðsrekstur í Írak og krefjumst þess að leitað verði diplómatískra lausna og raunverulegra leiða til að binda endi á stríðið í Írak. Skrifið undir hér og skrifið undir strax! Gangan verður á laugardaginn! Guantanamo flotinn Förum saman til Guantánamo – og lokum fangabúðunum! Við viljum einnig vekja athygli á herferð Amnesty International gegn fangabúðunum í Guantánamo, sem felst í táknrænu ferðalagi til Guantánamo. Farið inn á þessa síðu og veljið ykkur farkost.

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.