BREYTA

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð 3. gr Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur fasteignar og skyld starfsemi í þágu Samtaka herstöðvaandstæðinga. 16. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og þrem varamönnum, einn aðalmanna skal tilnefndur af miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, hinir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Þóknun skal ekki greidd fyrir setu í stjórn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda. 22. gr. Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 3/4 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum. 23. gr. Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 3/4 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða greiðslu skulda, útborgun hlutafjár og ráðstöfun eigna með sama vægi atkvæða. Ef eignir eru verulegar umfram hlutafé skal ráðstafa þeim til félagasamtaka sem eru virk í friðarstarfi og berjast gegn hverskonar hernaði. 24. gr. Um meðferð fjármuna sem félaginu eru ánafnaðir eða gefnir: sé um kvaðalausa fjármuni að ræða er það almennt í verkahring stjórnar að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir eignina eða til kaupa á lausafjármunum.
    *
Fyrsti aðalfundur í einkahlutafélaginu Friðarhús SHA ehf. var haldinn að Laugavegi 146, Reykjavík hinn 25. maí 2005. Fundinn sóttu Árni Hjartarson, Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson, Gerða Á. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Páll Hilmarsson, Stefán Pálsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sveinn Birkir Björnsson, Sverrir Jakobsson, Unnur Jónsdóttir. Stefán Pálsson fer með umboð fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum var samþykkt að leita leiða til að festa eign ef hentugt húsnæði kæmi í sölu. Þá fór fram kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu: Í stjórn félagsins voru kjörnir: Elvar Ástráðsson, Sigurður Flosason, Páll Hilmarsson f.h SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og í varastjórn Sverrir Jakobsson, Stefán Pálsson, og Sigríður Gunnarsdóttir. Einar Ólafsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …