BREYTA

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð 3. gr Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur fasteignar og skyld starfsemi í þágu Samtaka herstöðvaandstæðinga. 16. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og þrem varamönnum, einn aðalmanna skal tilnefndur af miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, hinir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Þóknun skal ekki greidd fyrir setu í stjórn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda. 22. gr. Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 3/4 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum. 23. gr. Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 3/4 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða greiðslu skulda, útborgun hlutafjár og ráðstöfun eigna með sama vægi atkvæða. Ef eignir eru verulegar umfram hlutafé skal ráðstafa þeim til félagasamtaka sem eru virk í friðarstarfi og berjast gegn hverskonar hernaði. 24. gr. Um meðferð fjármuna sem félaginu eru ánafnaðir eða gefnir: sé um kvaðalausa fjármuni að ræða er það almennt í verkahring stjórnar að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir eignina eða til kaupa á lausafjármunum.
    *
Fyrsti aðalfundur í einkahlutafélaginu Friðarhús SHA ehf. var haldinn að Laugavegi 146, Reykjavík hinn 25. maí 2005. Fundinn sóttu Árni Hjartarson, Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson, Gerða Á. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Páll Hilmarsson, Stefán Pálsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sveinn Birkir Björnsson, Sverrir Jakobsson, Unnur Jónsdóttir. Stefán Pálsson fer með umboð fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum var samþykkt að leita leiða til að festa eign ef hentugt húsnæði kæmi í sölu. Þá fór fram kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu: Í stjórn félagsins voru kjörnir: Elvar Ástráðsson, Sigurður Flosason, Páll Hilmarsson f.h SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og í varastjórn Sverrir Jakobsson, Stefán Pálsson, og Sigríður Gunnarsdóttir. Einar Ólafsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …