BREYTA

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast fyrir efnahagslegum og pólitískum hagsmunum þess. Alþýðu heimsins stafar engin stórhætta af Talíbönum, Gaddafí eða hryðjuverkamönnum. Hins vegar boða sprengjukastarar Bandaríkjanna og NATO henni mikla hættu. Stuðningur Íslands við sprengjukastarana minnkar ekki heldur eykst. 1. Íslensk stjórnvöld gera leiðtogafundum NATO hátt undir höfði, þar mæta helst bæði forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. 2. Heræfingarnar „Norðurvíkingur“ á vegum Bandaríkjahers og „loftferðaeftirlit“ NATO eiga að tryggja yfirráð hinna vestrænu stórvelda á norðurslóðum. Íslensk stjórnvöld leggja fúslega fram land og aðstöðu. 3. Þátttaka Íslands á stríðssvæðum minnkar ekki. Helstu stríðin sem stendur eru Afganistanstríðið (sem breiðist út til Pakistans) og Líbýustríðið. Fyrsta júlí hélt Bisogniero varaframkvæmdastjóri NATO fyrirlestur í Öskju og þakkaði framlag Íslands í því stríði: „Áður hjálpuðuð þið við flugumferðarstjórn á flugvellinum í Kabúl, sem var mjög mikilvægt. Og núna veitið þið framúrskarandi stuðning við skrifstofu borgaralegra fulltrúa“, sagði hann. Stuðningur Íslands við árásina á Líbýu hefur einnig verið skilyrðislaus frá byrjun. Íslenskt auðvald hefur verið í þessu liði frá 1949. Vinstri stjórnir koma og fara en framlag Íslands til heimsfriðarins breytist núll komma ekkert við það. Í orði eru ráðherrar VG miklir friðarsinnar en á borði er stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn stöðugur og fumlaus. Þórarinn Hjartarson formaður Norðurlandsdeildar SHA

Færslur

SHA_forsida_top

About Us - Basic

About Us - Basic

How We Got Started Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Lorem quam, …

SHA_forsida_top

Amazing standard post

Amazing standard post

In varius varius justo, eget ultrices mauris rhoncus non. Morbi tristique, mauris eu imperdiet bibendum, …

SHA_forsida_top

Skömmin

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust …

SHA_forsida_top

Auctor consectetur ligula gravida

Auctor consectetur ligula gravida

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélags Friðarhússins á Njálsgötu 87, verður haldið sunnudaginn 17. mars kl. …

SHA_forsida_top

Ambrose Redmoon

Ambrose Redmoon

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður, 1. mars

Málsverður, 1. mars

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt …

SHA_forsida_top

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Á dögunum fjölgaði enn í hópi …

SHA_forsida_top

Ályktun um herflugsæfingar

Ályktun um herflugsæfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Tólf ár eru liðin frá …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna í dag, sunnudaginn 2. desember. Hana skipa: …

SHA_forsida_top

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt …