BREYTA

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast fyrir efnahagslegum og pólitískum hagsmunum þess. Alþýðu heimsins stafar engin stórhætta af Talíbönum, Gaddafí eða hryðjuverkamönnum. Hins vegar boða sprengjukastarar Bandaríkjanna og NATO henni mikla hættu. Stuðningur Íslands við sprengjukastarana minnkar ekki heldur eykst. 1. Íslensk stjórnvöld gera leiðtogafundum NATO hátt undir höfði, þar mæta helst bæði forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. 2. Heræfingarnar „Norðurvíkingur“ á vegum Bandaríkjahers og „loftferðaeftirlit“ NATO eiga að tryggja yfirráð hinna vestrænu stórvelda á norðurslóðum. Íslensk stjórnvöld leggja fúslega fram land og aðstöðu. 3. Þátttaka Íslands á stríðssvæðum minnkar ekki. Helstu stríðin sem stendur eru Afganistanstríðið (sem breiðist út til Pakistans) og Líbýustríðið. Fyrsta júlí hélt Bisogniero varaframkvæmdastjóri NATO fyrirlestur í Öskju og þakkaði framlag Íslands í því stríði: „Áður hjálpuðuð þið við flugumferðarstjórn á flugvellinum í Kabúl, sem var mjög mikilvægt. Og núna veitið þið framúrskarandi stuðning við skrifstofu borgaralegra fulltrúa“, sagði hann. Stuðningur Íslands við árásina á Líbýu hefur einnig verið skilyrðislaus frá byrjun. Íslenskt auðvald hefur verið í þessu liði frá 1949. Vinstri stjórnir koma og fara en framlag Íslands til heimsfriðarins breytist núll komma ekkert við það. Í orði eru ráðherrar VG miklir friðarsinnar en á borði er stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn stöðugur og fumlaus. Þórarinn Hjartarson formaður Norðurlandsdeildar SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …