BREYTA

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra. Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð. Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning. Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni. Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma. Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …