BREYTA

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra. Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð. Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning. Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni. Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma. Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …