BREYTA

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra. Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð. Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning. Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni. Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma. Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.