Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.