Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður kl. 19 á föstudagskvöld, eins og kynnt hefur verið hér á …

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) héldu aðalfund sinn 15. desember og framhaldsaðalfund 19. janúar. Meðal …

Hinir sívinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss halda áfram á nýju ári. Föstudagskvöldið 26. janúar verður efnt til …

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Frakkland …

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Úkraína …

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

Heimsmeistarakeppnin í handbolta karla hefst í Þýskalandi um helgina. Íslenska landsliðið leikur á laugardag, sunnudag …

Í lok mars minnast friðarsinnar upphafs innrásarinnar í Írak og inngöngu Íslands í NATO. Opinn …

Eins og lesendum þessarar síðu ætti að vera kunnugt, var nafni SHA breytt á landsfundi …

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

Opið hús hjá Samtökum hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 13-15. Heitt á könnunni.