Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Munið samkomuna í Austurbæ mánudagskvöldið 19. mars! * * * Grein þessi birtist í Dagfara, …

Sjá dagskrá Næstkomandi þriðjudag, 20. maí, verða liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak, …

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 17. mars 2007 Eina hugsanlega leiðin …

Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, …

Sjá nánar um báða fundina hér að neðan. Fundurinn á Akureyri laugardaginn 17. …

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í mars. Að þessu sinni verður …

Á dögunum bárust þær gleðilegu fregnir að sveitarstjórnin í Garði hafi samþykkt friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir …

Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak …

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir …

Á ráðstefnu í Quito í Ekvador 5.-9. mars var stofnað alþjóðlegt bandalag til baráttu gegn …

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

Alla þriðjudaga í febrúar standa SHA og bókasafnið Andspyrna fyrir sýningum á heimildarmyndum í Friðarhúsi. …

Næstu þriðjudaga munu SHA og róttæka bókasafnið Andspyrna standa fyrir kvikmyndasýningum í Friðarhúsi á þriðjudögum. …